Jarðarför Svavars

30.10.2023

Miðvikudaginn 1. nóv. verður skóladagurinn styttri hjá nemendum vegna jarðarfarar Svavars okkar.

Nemendur í 1.-4. bekk eru búnir í skólanum kl. 11:55 (þeir verða búnir að borða hádegismat). Þeir sem eru með pláss í Hraunseli geta farið þangað strax kl. 11:55 en hinir fara heim.

Nemendur í 5.-6. bekk eru búnir í skólanum kl. 11:55, fara þá í hádegismat og svo heim.

Nemendur í 7. bekk eru búnir í skólanum kl. 11:10, fara þá í hádegismat og svo heim.

Nemendur í unglingadeild ljúka skóladeginum kl. 12:15, þeir nemendur sem eru í hádegismat fara í hann þá og svo heim.

Við kveðjum yndislegan samstarfsfélaga og þökkum ykkur kærlega fyrir skilninginn.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is