Leikskólar og frístundastarf opnar kl. 13.00 í dag

7.2.2022

Skólahald var fellt niður í dag vegna óveðursins sem gekk yfir landið í nótt. Það snjóaði ekki eins mikið á höfuðborgarsvæðinu í nótt eins og búist var við, þar sem hiti var nokkuð yfir frostmarki. Þess vegna eru flestar stofnæðar og tengibrautir færar og einnig fjölmargar íbúðagötur. Unnið hefur verið að því að ryðja íbúðagötur sem eru ekki færar og á það helst við í efri byggðum og jafnvel víða.
Veðrið er gengið niður og hafa því skólayfirvöld á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að opna leikskóla klukkan 13:00. Þessi ákvörðun á einungis við þá leikskóla þar sem ekki voru áður auglýstir skipulagsdagar. Starf grunnskóla fellur niður í dag eins og áður hefur verið tilkynnt.
Starf frístundaheimila, íþróttastarf, tónlistarskóla og félagsmiðstöðvr hefst á sínum hefðbundnu tímum.
Við minnum einnig á að í dag mánudag tekur við gul veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu, eins og staðan er núna þá gildir hún frá kl 18:00 og gildir fram á þriðjudag og er því mikilvægt að foreldrar/ forráðamenn fylgist með veðri í fyrramálið áður en lagt er af stað í skólann.
Sjá frekari upplýsingar hér: https://www.vedur.is/vidvaranir/svaedi/rvk


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is