Fyrirlestur um rafrænt einelti

11.4.2014

Miðvikudaginn 23. apríl nk. ætlum við í Hraunvallaskóla að bjóða bæði nemendum og foreldrum barna á mið- og unglingastigi upp á fyrirlestur um rafrænt einelti.   Hafþór Birgisson tómstunda- og félagsmálafræðingur  hefur farið víða og haldið fyrirlestra um þetta efni.  Þetta er einn þáttur í forvarnarverkefninu gegn einelti sem nefnist „Stöndum saman“ en við í Hraunvallaskóla höfum verið að vinna að þessu brýna verkefni  í vetur.  

Rafrænt einelti eykst stöðugt með öflugri tækni og aðgengi barna að henni.   Mörgum börnum líður illa í dag vegna misbresta sem verða í rafrænum samskiptum og þurfa að læra með aðstoð heimila og skóla hvernig best er að bera sig að í þessum samskiptum.  Til þess að það náist sem bestur árangur þá biðlum við til ykkar foreldrar kærir um að þið mætið hingað til okkar 23. apríl og takið þátt í þessu mikilvæga verkefni.  Þetta er ábyrgðarhlutverk okkar allra að kenna þeim réttu tökin á tækninni.   

 Fyrirlestrarnir eru sem hér segir:

Miðvikudaginn 23. apríl

  • kl. 8.10 - 8.50  Hafþór talar við nemendur og foreldra í 5.- 7. bekk. 
  • kl. 8.50-9.10 Hafþór talar eingöngu við foreldra barna á miðstigi, börnin fara á kennslusvæðin ásamt kennurum.
  • kl. 9.50 - 10.30  Hafþór talar við nemendur og foreldra í 8.-10. bekk. 
  • kl. 10.30-10.50 Hafþór talar eingöngu við foreldra barna á unglingastigi, börnin fara á kennslusvæðin ásamt kennurum.

Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is