Vibbi í vör

23.1.2015

HafnarfjarðarbærSöngvarinn, knattspyrnumaðurinn og Ísland Got Talent dómarinn Jón Ragnar Jónsson kom í heimsókn síðastliðinn fimmtudag og ræddi við nemendur í 8. bekk. Heimsóknin er liður í forvarnarátaki Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar geg tóbaksneyslu barna og ungmenna. Áherslan nú beinist að munntóbaksforvörnum og hefur Jón Ragnar tekið þátt í átakinu síðustu ár.

Jón Ragnar er í grunninn venjulegur hafnfirskur ungur maður sem er góð fyrirmynd. Hann er jafnframt hress og skemmtilegur og nær vel til krakkanna. Jón Ragnar spjallaði við þau, sagði frá lífi sínu, ræddi um heilbrigðan lífstíl og talaði gegn munntóbaksnotkun. Auðvitað var gítarinn með í för og tók Jón Ragnar lagið Vibbi í vör - frábært lag um ástir stúlku og drengs sem háður er munntóbaki.

Unglingar í 8. bekk lifa almennt mjög heilbrigðu lífi samkvæmt rannsóknum vonin er sú að jákvæðar og uppbyggilegar forvarnir styrki þau í því að velja áfram heilbrigðan lífstíl.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is