Hæfileikaríkir unglingar í Hraunvallaskóla

8.2.2016

Grunnskólahátíðin var haldin í byrjun febrúar í Íþróttahúsinu í Strandgötu og voru unglingarnir okkar til fyrirmyndar. Venjan er að allir skólar sýni atriði í Gaflaraleikhúsinu yfir daginn og fluttu þær Emilía Íris og Birgitta Björk lagið Hallelujah. Félagsmiðstöðvarnar keppa einnig sín á milli hver gerir flottustu auglýsinguna og unnu okkar stelpur, þær Ieva, Gyða María, Eneka, Vaka, og Weronika Skawinska. Tinna Björk og Viktor Breki voru kynnar á ballinu.  Hildur, Helena og Saga Rún sungu sigurlagið sitt úr söngkeppninni. Emmsje Gauti, Friðrik Dór og Jón Jónsson komu frá á hátíðinni ásamt plötusnúðunum í Basic house effect. Að balli loknu skutluðu rútur öllum unglingum heim.

Svo er margt búið að vera að gerast í Mosanum.....

Mosinn hélt sitt árlega sleepover um miðjan janúar. Um 140 unglingar voru yfir nótt í skólanum og var mikið fjör. Við fengum skemmtilega heimsókn frá þeim Andreu og Kára sem eru með unglingafræðsluna Fokk me fokk you.  Skemmtigarðurinn kom og setti upp lazer tag völl um allan skólann – og var keppt í lazer tag fram á morgun. Unglingarnir voru frábærir og gekk allt saman súper vel.

Í lok janúar fór fram Söngkeppni Hafnarfjarðar í Gaflaraleikhúsinu. Mosinn átti tvö atriði í keppninni. Tinna Lind flutti lagið Minning eftir Bob Dylan. Þær Hildur Clausen, Helena Clausen og Saga Rún fluttu lagið Skyscraper eftir Demi Levoto en þær unnu keppnina og munu keppa í Söngkeppni Samfés sem fer fram í Laugardalshöll þann 5. mars og verður sýnd í beinni útsendingu á Rúv.

 

 

 


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is