Bóka og bíóhátíð

18.2.2016

Þessa vikuna stendur yfir hér í Hafnarfirði Bóka- og bíóhátíð barnanna. Meðfylgjandi er dagskrá hátíðarinnar en hún mun ná hápunkti um næstu helgi. Í tilefni hátíðarinnar verður ýmislegt skemmtilegt um að vera í Hraunvallaskóla. Á bókasafninu er hægt að taka þátt í getraun alla vikuna en mest er þó um að vera á föstudag.  Á bókasafninu geta nemendur fengið að horfa á stiklur úr íslenskum bíómyndum og þáttum byggðum á íslenskum skáldsögum. Í matsal verða sömuleiðis sýndar stiklur og/eða brot úr íslenskum bíómyndum í frímínútum og hádegismat. Þeir nemendur sem komnir eru í úrslit í Stóru upplestrarkeppninni bjóða nemendum í 1.-7. bekk upp á stutta dagskrá í fyrirlestrarsal skólans sem ber heitið ,,Saga verður mynd“. Þar verður stutt kynning á rithöfundinum Guðrúnu Helgadóttur, krakkarnir lesa einn kafla úr bókinni Jón Oddur og Jón Bjarni. Á eftir fá nemendur að sjá sama atriði úr bíómyndinni um Jón Odd og Jón Bjarna og geta borið saman hvað er líkt og hvað ólíkt.  Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur meðfylgjandi dagskrá og nýta ykkur þessa skemmtilegu hátíð.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is