Stærðfræðikeppni grunnskólanna í Hafnarfirði

17.3.2016

Stærðfræðikeppni grunnskólanna í Hafnarfirði var haldin miðvikudaginn 9. mars  í Flensborgarskóla.   
Flensborgarskólinn fór af stað með stærðfræðikeppnir fyrir grunnskólanema vorið 1996. Áskell Harðarson, þáverandi deildarstjóri í stærðfræði, var upphafsmaður keppninnar. Keppnin er haldin fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk grunnskólanna. Fyrsta árið var sama verkefnið lagt fyrir alla árganga en frá 1997 hefur hver árgangur fengið sérstakt verkefni.
Keppnin hefur legið niðri síðan 2011 en er nú vonandi komin til að vera. 

Hér getið þið nálgast heimasíðu keppninnar

Við sendum flotta keppnendur frá okkur sem stóðu sig eins og hetjur.

Miðvikudaginn 16.mars voru svo nemendur í 10 efstu sætunum boðaðir til sérstakrar verðlaunaafhendinar í Flensborg en við áttum nokkra flott nemendur þar. 

8. Bekkur
Sylvia Rut var í 2.-3. sæti, Embla Líf og Magnús Ernir voru í 4.-10. sæti.

9.bekkur
Hólmfríður Rakel, Helgi Svanberg og Ieva voru í 4.-10.sæti.


10.bekkur
Kristján Orri var í 2.-3.sæti.





Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is