Sjóræningjadagur

22.9.2017

"International Talk like a Pirate day" hefur verið haldinn hátíðlegur víða um heim síðan 2002.  Við á bókasafni Hraunvallaskóla höfum tekið þátt í þessum skemmtilega degi undanfarin ár við mikla gleði nemenda og starfsfólks.  Margir koma í sjóræningjabúningum og á bókasafninu er boðið upp á alls konar sjóræningjaverkefni.  Í ár var t.d. hægt að ganga plankann,  finna sitt íslenska sjóræningjanafn, fara í sjóræningjaratleik og margt fleira. Auðvitað var sjóræningjamyndatakan líka á sínum stað.  Dagurinn tókst í alla staði vel og stórir sem smáir sjóræningjar skemmtu sér konunglega saman.

SjSjor_1506087424255Sjo_1506087421060


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is