Skólastarf frá 4. maí

29.4.2020

Skólastarf frá 4. maí

Til foreldra/forráðamanna í grunnskólum Hafnarfjarðar

Mánudaginn 4. maí nk. hefst skólastarf í grunnskólum Hafnarfjarðar samkvæmt stundatöflunni sem gilti áður en skólastarf var skert í samkomubanni, líka íþrótta- og sundkennsla - sem mögulega geta samt eitthvað breyst í einstaka skólum og tekin upp útikennsla út líkt og gjarnan gerist á vorin.

Mæting í Hraunvallaskóla er í þriðju kennslustund samkvæmt stundaskrá en í upphafi mánudags hefur starfsfólk möguleika til smá funda og skipulags.

  • Nemendur í 1.-4. bekk mæta kl. 10:00
  • Nemendur í 5.-10. bekk mæta kl. 9:35

Nánari upplýsingar um mætingu koma frá umsjónarkennurum í vikupósti.

Unnið verður eftir þekktri stundatöflu til vors og skólaslit munu fara fram út frá samþykktu skóladagatali. Meðal annars er sameiginlegur skipulagsdagur 29. maí. Frímínútur verða með hefðbundnu sniði. Frístundaheimili tekur til starfa eftir viðveruskráningum þar frá því fyrir samkomubann og frístundaakstur hefst á ný. Starf félagsmiðstöðva fer í eðlilegt horf og kennsla kennara Tónlistarskóla Hafnarfjarðar í grunnskólunum sömuleiðis. Námsmat mun fara fram samkvæmt venju en hver skóli útfærir það á sinn hátt og beðið er skýrari fyrirmæla stjórnvalda um útskrift 10. bekkinga og innritun í framhaldsskóla.

Forgangsröðun:

Það er þó ljóst að það verður að raða verkefnum í forgangsröð núna í maí þar sem hefðbundið skólastarf hefur ekki verið frá 16. mars sl. Það felur í sér að ekki verður mögulegt að sinna öllum hefðbundnum verkefnum í maímánuði eða þeim sem misst hefur verið af. Grunnskólastjórnendur hafa komið sér saman um skipulag að vinna eftir til vors út frá sömu þáttum í öllum skólum. Þannig munu foreldraskemmtanir og útihátíðir með foreldrum ekki verða í vor þótt slíkt verði mögulegt með nemendum. Árshátíðir nemenda falla niður en skoðað verður með aðrar skemmtanir undir lok skólaársins. Ferðalög verða í styttri kantinum og útskriftarsamkomur þarf að minnka til að of margir fullorðnir verði ekki staddir á sama stað á sama tíma. Við biðjum foreldra að virða tveggja metra nálægðarregluna og koma ekki inn í skólahúsnæðið af tilefnislausu til vors heldur notast við rafræn samskipti eftir því sem við á.

Matarmálin:

Sömuleiðis verður matsalir skóla opnaðir í ný frá 4. maí og nemendur geta einnig komið með eigið nesti á ný. Þannig mun á ný verða veittur hafragrautur að morgni, ávaxtaáskrift er um miðjan morgun, hádegismatur framreiddur í skólamötuneyti og loks síðdegishressing í frístundaheimili eins og áður. Þó hefur verið ákveðið að halda ekki sjálfskömmtun á mat í hádegi í neinum skóla en nemendur munu áfram skammta sér sjálfir grænmeti með matnum. Mánudaginn 4. maí hefst afhending á mat sem átti að afhenda þann 16. mars hjá þeim sem voru í áskrift fyrir mars. Skólamatur mun senda fljótlega út greiðsluinnheimtuseðla til áskrifenda vegna þess tíma sem eftir verður af skólaárinu, þ.e. frá um miðjum maí og fram til loka skólaársins. Áfram verður lögð áhersla á sóttvarnir í skólanum þótt sóttvarnarhólf leggist af þann 4. maí og treyst verður áfram á samvinnu og samstöðu allra um að þvo sér vel og spritta hendur.

Ástundun:

Þá ber þess að geta að reglur um skólasókn í grunnskólum Hafnarfjarðar taka aftur gildi 4. maí eftir að hafa verið settar í bið meðan á samkomubannstímanum stóð. Það er mikilvægt að mæta í skólann og ætlast er til af skólunum að fylgja fast eftir að nemendur sæki skóla og styðji þá nemendur sem kvíða endurkomu í daglegt skólastarf. Hefðbundin skólaþjónusta hefst á ný, t.d. teymisvinna vegna einstakra nemenda, greiningar og ráðgjöf sálfræðinga, talmeinafræðinga og kennsluráðgjafa og önnur skólaþjónusta eins og við á.

Með þessum breytingum sem nú taka gildi skiptir miklu að allir taka virkan þátt í að viðhalda þeim árangri sem hefur náðst í að stöðva kórónuveirufaraldurinn. Við þökkum ykkur jákvæðni gagnvart þeim takmörkunum sem þurfti að setja á skólastarfið í mars og vonumst nú til að þessi breyting yfir í eðlilegt skólastarf komi til með að vera. Við hlökkum til að fá börnin ykkar í hefðbundið skólastarf á ný.

28. apríl 2020.

Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar


To the parents of primary school children in Hafnarfjörður

School activities as of 4th May

On Monday, 4 May, schoolwork will resume in the primary schools of Hafnarfjörður according to the schedule as it was before schoolwork was restricted during the ban on public gatherings. This will also include sports and swimming lessons, although these may change slightly in some schools, and there will be outdoor lessons as is usual in the spring.

The first lessons will start during the third period, as teachers will be using the early morning for meetings and organising the work to come.

· Grade 1-4 at 10 o´clock

· Grade 5-10 at 9:35 o´clock

The plan is to work according to the issued schedule for the spring and that the end of school will be according to the approved school calendar. This also means that the joint staff planning day will be held on 29 May. Break times between classes will be as normal. After-school centres will operate according to their attendance registrations as current before the ban on gatherings, and the after-school activities bus will resume services. The work of community centres will return to normal, as will the lessons of the teachers of the Hafnarfjörður Music School in primary schools. Academic assessments will take place as usual and will be arranged independently by each school. Clearer instructions from the authorities as regards the graduation of grade 10 students and their acceptance into secondary schools is awaited.

Priority

It is clear that we will need to prioritise tasks during the month of May, as no normal schoolwork has been carried out since 16 March. This means that we will be unable to undertake all normal tasks in May or those that we have missed. Primary school principals have agreed on arrangements to take account of until spring based on the same aspects for all schools. Thus, parent-attended events and outdoor festivals with parents will not be taking place this spring, although these would be possible with just students. The annual student celebrations will be cancelled, while other events will be taken into consideration nearer the close of the school year. Trips will be shorter, and graduation celebrations will have to be down-sized to ensure that there are not too many adults present in the same place at the same time. We request that parents comply with the two-metre distance rule and do not enter the school buildings without reason until spring and recommend that they use electronic means of communication as appropriate.

Cafeterias and food

Likewise, school cafeterias will reopen on 4 May and students can also bring their own lunch boxes. In addition, porridge will again be available in the morning, fruit subscription mid-morning, lunch prepared in the student canteen and finally, an afternoon snack in after-school centres as before. Meals at lunch, however, will not be self-service in any school, although students will still have the option of self-service as regards vegetable accompaniments. On Monday, 4 May, the delivery of food will begin according to the menu that would have been used on 16 March for those who had a subscription for March. Skólamatur will soon send payment invoices to subscribers for the time left of the school year, i.e. from the middle of May to the end of the school year. The schools will continue to pay attention to infection prevention, although quarantine units will be discontinued as of 4 May, and we will continue to rely on the co-operation and solidarity of all to wash hands properly and then disinfect.

Attendance

In addition, it should be noted that rules on attendance in Hafnarfjörður primary schools will come back into effect on 4 May after having been put on hold during the ban on gatherings. It is important to attend school, and the school is expected to make sure that students attend school and to support the students that are anxious about returning to daily schoolwork. Normal school services, such as team-based approaches as regards individual students, diagnoses and the services of psychologists, speech therapists and special education consultants, etc., will also be resumed as appropriate.

With the changes now coming into effect, it is important that everyone take an active part in maintaining the results that have been achieved in halting the coronavirus pandemic. We thank you for your understanding and positive outlook as regards the limits that needed to be set in March and hope that the return to normal school operations will continue in the future. We look forward to welcoming your children back to their schools and returning to normal activities.

28 April 2020.

Office of the Education and Public Health Department of Hafnarfjörður.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is