Til foreldra nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar.

15.3.2020

Til foreldra nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar.

Óvæntar aðstæður í samfélaginu kalla á breytt skipulag grunnskólastarfs, sem mun taka talsverðum breytingum í því samkomubanni sem lagt hefur verið á og tekur gildi frá miðnætti í kvöld. Óhjákvæmilega felur það í sér að skólastarf getur ekki verið með sama hætti og áður og ný framkvæmd á skólastarfinu tekur tímabundið við frá þriðjudeginum 17. mars. Mánudaginn 16. mars verður skipulagsdagur í grunnskólunum og aðeins starfsfólk mætir i skóla. Síðdegis þann dag mun hver skóli senda foreldrum nánari upplýsingar um framkvæmd skólastarfsins frá þriðjudeginum.

Skólastjórnendur í grunnskólum Hafnarfjarðar hafa fengið nákvæma vinnuáætlun um þá framkvæmd sem tekur gildi á morgun – sem er sérstök fyrir grunnskóla Hafnarfjarðar og gildir því eins fyrir alla skólana og starfsmenn þeirra innan bæjarins. Sú áætlun byggir á sameiginlegri yfirlýsingu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem skrifstofa mennta- og lýðsheilsusviðs Hafnarfjarðar tók þátt í að móta nú um helgina. Í vinnuáætluninni er reynt að hafa sem nákvæmastar útlistanir á framkvæmd skólastarfsins í samkomubanni þar sem reynt er að svara sem flestum óvissuþáttum. Ekki er heimilt að breyta þeim grunnviðmiðum sem þar eru. Aðeins er hægt að aðlaga áætlunina innan hvers skóla út frá aðstæðum. Starfsfólk skóla vinnur að útfærslunni á morgun, mánudag, og fyrir lok skipulagsdagsins munu foreldrar fá frá hverjum skóla hvernig þessi útfærsla verður fyrir sitt/sín barn/börn. Nokkur atriði getum við nefnt strax um það sem mun gerast í öllum grunnskólum Hafnarfjarðar:

· Hver nemandi mun vera í einum hópi (bekk) í einni stofu og mun ekki fara á milli stofa eða blandast við aðra bekki/hópa. Öll kennsla í verk- og listgreinastofum fellur niður – en mögulega gætu þær stofur í einhverjum tilvikum verið notaðar fyrir einn ákveðinn hóp. Formlegri þrótta- og sundkennslu verður hætt í íþróttasölum/-mannvirkjum. Nemendur blandast ekki og skólunum skipt í svokölluð sóttvarnarhólf.

· Allir nemendur verða með skerta stundaskrá, mismikla þó eftir aldri nemenda, og áhersla auk þess á heimanám, meira hjá eldri nemendum en yngri.

· Frístundaheimili mun starfa fyrir þá nemendur í 1.-2. bekk sem þar eru nú þegar skráðir en það verður einnig með skerta starfsemi.

· Matsalur skólans mun loka og nemendur mega ekki koma með nesti með sér í skólann. Allir munu fá mat/nesti í skóla í samræmi við viðverutíma sinn og matast í kennslustofum.

Foreldrar tilkynna um veikindi og leyfi eins og venjulega er og skrá það sjálfir í Mentor. Alltaf skal velja skráningu fyrir heilan dag og því ekki einstaka tíma innan hvers dags. Ef í einhverjum tilvikum er um langtímaveikindi að ræða sem eru ljós í dag, vegna sérstakra aðstæðna hjá barni, skal það tilkynnt sérstaklega til skóla með tölvupósti.

Sömuleiðis eru foreldrar beðnir að virða það að koma ekki inn í skólabygginguna meðan á samkomubanni stendur.

Markmiðið með öllum þessum aðgerðum sem munu koma til framkvæmda í grunnskólum Hafnarfjarðar er að tryggja sem mest öryggi gagnvart mögulegu smiti.

Við þökkum ykkur fyrirfram fyrir skilning á þessum fordæmalausu aðstæðum sem kalla á þessa framkvæmd og væntum góðs samstarfs milli skóla og heimilis við þessar sérstöku aðstæður. Börn þurfa virkni og skipulag í aðstæðum sem þesssum.

Hafnarfirði 15. mars 2020.

Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar


Letter to parents

To the parents of students in the primary schools in Hafnarfjörður

Unforeseen circumstances in our society call for changes to the structure of schooling. The changes will be considerable during the ban on public gatherings that has been imposed and comes into effect at midnight on Sunday evening. Inevitably, school activities cannot remain the same as before and new arrangements will be adopted temporarily as of Tuesday, 17 March. Monday, 16 March, will be a planning day in primary schools and only staff will attend. Later that day, each school will send parents further information on the implementation of schoolwork as of Tuesday.

School principals in Hafnarfjörður’s primary schools have received detailed work plans for the implementation that will take effect tomorrow. The plans are specific for Hafnarfjörður primary schools and apply equally to all the schools and their staff within the town. The plan is based on the joint declaration issued by Samband íslenskra sveitarfélaga (Icelandic Association of Local Authorities) which the Office of the Education and Public Health Department of Hafnarfjörður took part in formulating during the weekend. In the schedule, an attempt is made to have as detailed information on the implementation of school activities during the ban on public gatherings as possible and to try to provide answers to as many questions as possible. Deviations from the basic criteria contained therein are not permitted. The schedule may only be adapted within each school according to circumstances. The schools’ employees will work on the arrangements tomorrow, Monday, and, by the end of the planning day, parents will receive from each school information on the manner in which the arrangements will affect their child/children. There are several aspects that we can mention immediately as regards what will happen in all the primary schools in Hafnarfjörður.

· Each student will belong to a single group (class) in one classroom and will not go between classrooms or interact with other classes/groups. All arts and crafts classes will be put on hold – it is possible, however, that these classrooms will be used for a single specific group. Formal sports and swimming classes will be discontinued in sports halls/facilities. Students will not mix and the schools will be divided into quarantine units.

· All students will have a reduced schedule, the extent of which will vary according to age, and the focus directed toward homework, more for older children than for younger.

· After school centres will be open for children in grades 1 and 2 who are already registered but will also have reduced hours.

· The schools’ dining area will be closed and students may not bring their own packed lunches. Everyone will receive food/packed refreshments at school in accordance with the number of hours spent in the school and will eat in their classrooms.

Parents are to send notification of sickness or leave as usual and register such absences themselves in Mentor. Absence registrations must always be for a whole day and not specific hours within each day. In the event of long-term illness, which is known at present, due to the special circumstance of the child, such information must be specifically sent to the school by e-mail.

Likewise, parents are requested to respect the ban on entering the school building for the duration of the ban on public gatherings.

The goal of all these actions which will be implemented in the primary schools in Hafnarfjörður is to ensure, to the extent possible, safety from possible infection.

We thank you in advance for your understanding of these unheard-of circumstances that require such measures and look forward to positive co-operation between schools and homes in these special circumstances. Children need activities and structure under conditions such as these.

Hafnarfjörður, 15 March 2020

Office of the Education and Public Health Department of Hafnarfjörður.



Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is