Vinaliðar

22.1.2018

Vinaliðar sem tilnefndir voru í haust hafa verið duglegir í vetur að skipuleggja leiki í frímínútum fyrir yngsta og miðstig. Nú hafa þeir lokið sínu tímabili og fengu að launum þakkardag á föstudaginn þar sem þeir fóru í heimsókn til Icelandair og fengu að skoða og kynna sér flugvélar og flughermi sem eru fyrir starfsfólk til að læra og þjálfa sig. Einnig sáu þeir hvernig skal slökkva eld í flugvél. Það var mjög vel tekið á móti hópnum og krakkanir áhugasamir. Eftir það var gengið niður í siglingaklúbbinn Þyt þar sem við fengum að nota húsnæðið, skoða báta, heyra um krakkastarfið og borða pizzur. Að lokum fór hópurinn í Vesturbæjarís þar sem þeir gáfu öllum ís og toppaði það alveg ferðina.

Í þessari viku verða tilnefndir nýir vinaliðar sem sjá um leiki á vorönninni og eitthvað spennandi bíður svo þeirra í vor að starfi loknu. Vinaliðar þurfa að sýna ábyrgð og koma vel fram við aðra nemendur. 


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is