Gulldrekalottó 2020

28.9.2020

Nú er komið að árlega GULLDREKA- lóttó leiknum okkar. Leikurinn byrjar mánudaginn 5. október og stendur yfir í 2 vikur. Tilgangur leiksins er að hvetja nemendur til að fara eftir SMT skólareglum. Nemendur leggja sig fram við að sýna fyrirmyndarhegðun á almennum svæðum skólans ( matsal, göngum og skólalóð) en þannig skapast jákvætt andrúmsloft sem leiðir almennt til betri hegðunar. Allir nemendur geta verið með í leiknum sem gengur út á það að 10 nemendur skólans í 1.-4. bekk annars vegar og 5.-10. bekk hinsvegar, fá einn „Gulldreka“ á dag í 10 daga. Hvor hópur safnar þá samtals 100 „Gulldrekum“.  Þar sem þetta er lottó þá geta allir unnið ef þeir bara fara eftir SMT skólareglum. 

Nemendur sem fá „Gulldreka“ fara með hann til ritara, skila „Gulldrekanum“ og draga númer. Ritari skrifar númerið sem nemendur drógu ásamt nafni, bekk og dagsetningu á þar til gerðan miða sem er límdur upp á „Gulldrekalottóspjaldið“ sem er fyrir framan hjá ritara. Að leik loknum er dreginn út vinningsröð á báðum lottóspjöldum og þeir nemendur sem eiga miða í þeim röðum koma sem fulltrúar árgangsins í veislu og taka á móti viðurkenningu fyrir þátttökuna sem allir í árganginum njóta. 

Með skólakveðju, SMT- teymið


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is