Skipulag á skólastarfi næstu vikur

16.3.2020

Kæru foreldrar/forsjáraðilar

Eins og aðstæður eru á þessari stundu er því miður ekki hægt að halda úti hefðbundnu skólastarfi. Það verður því með gjörbreyttu sniði og takmarkað eins og áður hefur komið fram. Á meðan á neyðarstigi stendur er verkefni okkar allra að halda börnum og ungmennum virkum, bæði andlega og líkamlega. Kennarar og annað starfsfólk mun gera sitt besta til þess að skóla- og heimanám nemenda verði eins markvisst og árangursríkt og aðstæður leyfa.

Nemendur mæta í skólann á morgun þriðjudag eins og hér segir:


Yngri deild

1.-4. bekkur

Miðdeild

5.-7. bekkur

Unglingadeild

8.-10. bekkur

ALLIR NEMENDUR ERU Á SÍNU HEIMASVÆÐI.


Allir nemendur mæta kl. 11:30-13:20 og þeir sem eru skráðir í Hraunsel eru til kl. 15:00.


Hraunsel verður opið fyrir 1. og 2. bekk og verða nemendur áfram á sínu heimasvæði til kl. 15:00.

(nánari upplýsingar koma frá deildarstjóra)

ALLIR NEMENDUR ERU Á SÍNU HEIMASVÆÐI.


Hópur 1 (sjá tölvupóst frá umsjónarkennara)
Nemendur mæta í skólann frá kl. 08:10-09:10.


Hópur 2 (sjá tölvupóst frá umsjónarkennara)
Nemendur mæta í skólann frá kl. 09:30-10:30


8. BEKKUR ER Á FLÉTTUVÖLLUM.


9. BEKKUR ER Á LEIKVÖLLUM.


10. BEKKUR ER Í FYRIRLESTRARSALNUM, STÆRÐFRÆÐISVÆÐI (2 HÓPAR) OG Í DANSSTOFUNNI.


Hópur 1 (sjá tölvupóst frá umsjónarkennara)
Nemendur mæta í skólann frá kl. 09:15-10:15.


Hópur 2 (sjá tölvupóst frá umsjónarkennara)
Nemendur mæta í skólann frá kl. 10:45-11:45.

Nemendur koma inn í skólann inn um þann inngang sem hentar þeim best. Þar fara nemendur úr skónum og setja í skóhillurnar en taka úlpurnar með sér upp/inn á heimasvæði/stofur. Þar taka umsjónarkennarar á móti nemendum og fara yfir skipulag næstu daga.

Hver árgangur er með sitt svæði og mega nemendur ekki fara inn á önnur svæði. Inn á heimasvæðunum er nemendum skipt í hópa sem telja mest 20 nemendur. Þar sem hópar eru tvískiptir eru nemendur milli 9 og 13 talsins sem mæta á sama tíma. Á hverju svæði er þrifstjóri sem sér um að halda svæðinu hreinu og er duglegur að spritta. Milli hópa er svæðið þrifið og sprittað.

Matsalur skólans mun loka og nemendur mega ekki koma með nesti með sér í skólann, það á einnig við um vatnsbrúsa. Allir munu fá mat/nesti í skóla í samræmi við viðverutíma sinn og matast í kennslustofum.

Foreldrar tilkynna um veikindi og leyfi eins og venjulega og skrá það sjálfir í Mentor. Alltaf skal velja skráningu fyrir heilan dag og því ekki einstaka tíma innan hvers dags. Ef í einhverjum tilvikum er um langtímaveikindi að ræða sem eru ljós í dag, vegna sérstakra aðstæðna hjá nemanda, skal það tilkynnt sérstaklega til skóla með tölvupósti. Foreldrum er óheimilt að koma inn í skólabygginguna meðan á samkomubanni stendur. Vinsamlega virðið það.

Við þökkum ykkur fyrirfram fyrir skilning á þessum fordæmalausu aðstæðum sem kalla á þessa framkvæmd og væntum góðs samstarfs milli skóla og heimilis við þessar sérstöku aðstæður.
Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is