Skólasetning 2023-2024

16.8.2023

Nú er skólaárið 2023-2024 að fara af stað. Starfsfólk er á fullu við undirbúning og hlakkar til að taka á móti okkar frábæru nemendum. Við erum full bjartsýni fyrir komandi vetri.
Skólasetning er 23. ágúst á eftirtöldum tímum:

kl. 09:00 2.-4. bekkur
kl. 09:30 5.-7. bekkur
kl. 10:00 8.-10. bekkur

Forsjáraðilar og nemendur í 1. bekk fara í viðtal á þessum degi til síns umsjónarkennara og mæta síðan á skólasetningu 24. ágúst á sal skólans. Eftir skólasetninguna fara nemendur á sitt heimasvæði og hefja skólagöngu sína.

Hraunsel er lokað vegna starfsdags 22. og 23. ágúst. Aftur á móti verður opið hús í Hraunseli frá kl. 15:00-16:00 þann 23. ágúst. Þar gefst forsjáraðilum kostur á að sjá umhverfi Hraunsels og spjalla við starfsfólkið.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is