Tilslakanir frá 10. maí

11.5.2021

Eftirfarandi tilslakanir tóku gildi í gær mánudaginn 10. maí og gilda til og með miðvikudeginum 26. maí:

Hámarksfjöldi fullorðinna verður 50 í hverju rými.
Hámarksfjöldi barna/nemenda verður 100 í hverju rými. Áfram er matsalur, gangar og önnur opin svæði undanþegin frá fjöldatakmörkunum.
Foreldrar og aðstandendur mega koma inn í skólana en þurfa að fylgja öllum þeim sóttvarnareglum sem gilda eins og grímuskyldu, fjarlægðarmörkum og fjöldatakmörkum.
Viðburðir fyrir utanaðkomandi heimilaðir með þeim takmörkunum sem almennt gilda.

Við höldum ótrauð áfram að fylgja sóttvarnarreglum þrátt fyrir tilslakanir. Ennþá er grímuskylda fullorðinna innanhúss þar sem ekki er hægt að viðhalda eins meters fjarlægðartakmörkunum. Foreldrar/forsjáraðilar þurfa alltaf að bera grímur þegar þeir koma inn í skólann og reyna eftir fremsta megni að viðhalda tveggja metrar fjarlægðartakmörkunum.


Hraunvallaskóli | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2800 | Netfang hraunvallaskoli@hraunvallaskoli.is